Grundarhús í fjármögnunarferli 15, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
63.500.000 Kr.
Raðhús
6 herb.
129 m2
63.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1990
Brunabótamat
48.650.000
Fasteignamat
53.100.000

101 Reykjavík kynnir í einkasölu á einum besta stað í Grafarvogi:  Mikið endurnýjað endaraðhús á tveimur hæðum með möguleika á að bæta við einu aukaherbergi.

Almenn lýsing eignar: Neðri hæð: Stór og góð geymsla er á vinstri hönd við aðalinngang hússins: Forstofa, rúmgott þvottahús, gestasalerni, eldhús, opin stofa og borðstofa með útgengi út á veglegan pall. Gróinn garður.
Efri hæð: Samanstendur af þremur svefnherbergjum, hjónaherbergi og tveimur barnaherbergjum, ásamt nýuppgerðu baðherbergi. Stigi frá palli liggur upp í ris íbúðar.

Lýsing eignar: Neðri hæð:  Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu með skóskáp og fatahengi. Á vinsrti hönd er komið er úr fostofu er flísalagt rúmgott þvottahús með innréttingu og góðu borðplássi. Snyrtilegt gestasalerni liggur til móts við þvottahús, flísalagt með upphengdu salerni og handlaug. Milli þvottahúss og gestasalernis eru rúmgóðir innbyggðir skápar. 

Eldhús er bjart parketlagt með glugga á tvo vegu, borðkrókur er opin við glugga. Hvít eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum ný borðplata og flísar enurnýjað 2016. Uppþvottavél fylgir með ásamt ofni og örbylgjuofni. Vegleg gaseldavél er í eldhúsi ásamt háf. Stofa og borðastofa eru samliggjandi fyrir miðju rými neðri hæðar með útgengi út á góðan suðurpall sem gefur aukið rými og góða nýtingu.
Efri hæð: Gengið er upp stiga, en nýtt kókosteppi var lagt  í stiga 2016. Á efri hæð eru þrjú parketlögð björt herbergi. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum gluggum. Barnaherbergi, annað með góðu skápaplássi. Nýtt enduruppgert fallegt og mjög rúmgott baðherbergi efri hæðar, flísalagt með baðkari, sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og skáp með handlaug. Baðherbergi var endurnýjað 2016.
Fyrir miðju rými efri hæðar liggur stigi upp í ris sem er parketlagt með þakglugga. Möguleiki er á að nýta ris sem svefnherbergi, vinnuaðstöðu eða geymslu. Óskráðir aukafermetrar eru í risi undir súð.

Íbúð var öll máluð og skipt um gólfefni á allri íbúð nema vaskahúsi og risi 2016.

Einstök fjölskyldueign á mjög góðum stað í Grafarvogi þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttir, sund, verslun og samgöngur í göngufæri. 

**Athugið: Eignin verður ekki seld nema að aðilar finni sér aðra eign á meðan sölumeðferð er í gangi og áskilja sér rétt til að hafna tilboðum og taka eign af sölu ef það gengur ekki eftir.

Allar nánari uppl veitir Björg Kristín Sigþórsdóttir í síma: 771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. í síma 820-8101, [email protected] 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 55.000,- með vsk
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..