Neshagi í fjármögnunarferli 7, 107 Reykjavík (Vesturbær)
50.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
97 m2
50.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1953
Brunabótamat
31.750.000
Fasteignamat
48.100.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Snyrtilega hæð með leigumöguleika og góðu aðgengi í fallegu fjölbýli að Neshaga 7 á vinsælum stað í Vesturbænum. Öll þjónusta og afþreying í göngufæri. Möguleiki er að bæta við einu herbergi innan íbúðar.

Lýsing eignar: Komið er inn í parketlagt miðrými íbúðar þaðan sem innangengt er í öll herbergi, Þar er lítill skápur á vinstri hönd. Snagar, skóskápur og áfastur spegill eru á veggjum miðrýmis. 
Stofa og borðstofa eru parketlagðar mjög rúmgóðar með stórum gluggum sem gefa góða birtu inn í rýmið. Útgengi er frá stofu út á fallegar suðursvalir með útsýni yfir sameiginlegan gróinn garð.
Til hægri við inngang íbúðar er parketlagt eldhús. Gott útsýni að Melaskóla og nærumhverfi er frá eldhúsi. Eldhúsinnrétting er með efri og neðri skápum og flísum á milli. 
Baðherbergi er við hlið eldhúss flísalagt með baðkari/sturtu, salerni og baðinnréttingu. Fallegur karakter gluggi setur sterkan svip á baðherbergið. Baðinnrétting, vaskur, spegilskápur og salerni endurnýjað 2016.
Við enda gangs er parketlagt hjónaherbergi með rúmgóðum skáp og stórum glugga sem gefur góða birtu og útsýni á nærumhverfi, hjónaherbergi er mjög rúmgott. 
Við hlið inngangs í hjónaherbergi er hurð þar sem er fatahengi.

Skipt var um alla ofna í íbúð 2016.
Parket endurnýjað innan íbúðar 2016.


Við inngang íbúðar á stigagangi er skápur með hengi og hillum.
Í kjallara hússins er sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Útgengi er út í sameiginlegan garð frá hjólageymslu.
Geymsla 4,9fm er á þvottahúsgangi.

**Rúmgott parketlagt herbergi með skáp, 9,1fm er á efstu hæð hússins. Herbergi fylgir íbúðinni ásamt sameiginlegu baðherbergi, eldhúsi og geymslu. Herbergið er í útleigu og er leigusamningur við leigjanda. Bað og eldhús í risi endurnýjað 2017.

Skipt um glugga á bakhlið húss 2016.
Skólp myndað og endurnýjað 2017.
Hús viðgert og steinað að utan 2008.


Einkar vel staðsett eign í Vesturbænum þar sem skólar, sund, íþróttir Ægissíðan og miðbærinn er í göngufæri.

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]

Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 55.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..