Brekkubyggð í fjármögnunarferli 75, 210 Garðabær
52.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
97 m2
52.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
30.540.000
Fasteignamat
46.950.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Brekkubyggð 75 Garðabæ, 97,7 fm vel staðsetta eign í rólegri botnlangagötu á einni hæð með sérinngangi, bílskúr, fallegum garði á besta stað í Garðabæ þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og afþreyingu. 

Lýsing eignar: 

Komið er inn í flísalagða forstofu með skáp. Á hægri hönd við forstofu er gestaherbergi sem er dúklagt.
Hol sem er parketlagt tekur við af forstofu þar sem er innangent í öll rými íbúðar.
Hjónaherbergi er rúmgott, dúklagt með snytilegum rúmgóðum skáp.
Eldhús er parketlagt með viðarinnréttingu efri og neðri skápum með innbyggðri lýsingu undir efri skápum. Bjart er í eldhúsi og vísar gluggi út í fallegan garð. Opið er frá eldhúsi á tvo vegu að borðstofu/stofu og holi.
Borðstofa og stofa eru samliggjandi. Viðarparket og marmara sólbekkir er í borðstofu og stofu.
Baðherbergi er flísalagt með innréttingu og baðkari. Tengi er fyrir þvottavél á baðhebergi. 
Möguleiki er að bæta við einu herbergi innan eignar.

Bílskúr skráður 19,5 fm með bílskúrshurðaopnara, rafmagni og köldu vatni stendur til móts við húseign.
Garður við húseign er einstaklega fallegur og vel við haldinn. Snytilegur vel við haldinn suður pallur er í garði með aðgengi að bakarði hússins. Krani er á húsvegg fyrir kalt vatn.
Fyrir framan inngang íbúðar er steypt verönd þar sem er gott pláss fyrir útiborð og stóla.
Geymsla 2,4 fm er með sérinngang að geymslugangi í húsinu.

Góð eign vel staðsett í Garðabæ þar sem stutt er í alla þjónustu.

Bókið skoðun í síma 771-5501 Björg.
Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]

Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 55.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 
 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..