101 Reykjavík fasteignasala kynnir til sölu Innflutningsfyrirtæki, sem hefur flutt inn Brasilískan harðvið beint frá framleiðanda í Brasilíu í áratugi. Reksturinn var lengst af rekinn í eigin nafni eiganda og hefur aðal áherslan verið sett á framleiðslu smáhýsa úr harðviði. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir fyrirtæki í skyldum rekstri, drífandi einstakling eða samheldna fjölskyldu, þar sem réttur aðili á auðvelt með að auka umsvifin talsvert með dugnaði og útsjónarsemi. Reksturinn samanstendur af lager sem nýtist við efnissölu eða framleiðslu smáhýsa, viðskiptasambönd við framleiðanda í Brasilíu og viðskiptavini hérlendis.
Fyrirtækið er með tímabundna aðstöðu í Reykjavík, framleiðslunni hefur verið úthýst og því engin tækjabúnaður nauðsynlegur, en lagerinn er geymdur í gámum og auðvelt að koma framleiðslunni fyrir annarsstaðar.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Marteinsson, Sölustjóri atvinnueigna og fyrirtækjasölu, í síma 845 9944, tölvupóstur:
[email protected]Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár og til seljanda sjálfs. Kaupendur eru hvattir til þess að fá óháðan aðila til þess að gera áreiðanleikakönnun á hinum keypta rekstri.