Bergþórugata 14 , 101 Reykjavík (Miðbær)
37.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
63 m2
37.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1922
Brunabótamat
19.325.000
Fasteignamat
37.900.000
Opið hús: 03. mars 2021 kl. 17:30 til 18:00.

Opið hús: Bergþórugata 14 , 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 3. mars 2021 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

101 REYKJAVÍK FASTEIGNASALA KYNNIR : 
Falleg og mjög vel skipulögð 2ja herb.íbúð á 2. hæð, auk útigeymslu, í góðu steinhúsi á frábærum stað í miðborginni.

Komið er inn um sameiginlegan inngang og gengið upp stiga. Frá stigapalli er komið inn í alrými stofu/eldhús, stofa með parketi á gólfi og skipt með hálfum vegg. Eldhús á hægri hönd með fallegri eldri innréttingu, flísar á gólfi, stór gluggi er í eldhús sem gerir það bjart og fallegt. Gott herbergi er inn af eldhúsi með fataskáp og parketi á gólfi. Baðherbergi endurnýjað að hluta 2021, nýtt baðkar /sturta, upphengt salerni og innréttingu ásamt nýrri handlaug.Skápur og tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi.
Sameiginlegur garður með palli og köldum útigeymslum, ein á hverja íbúð. Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús. Húsið var málað að utan 2011.  Einnig var skipt um járn á þaki og settar nýjar þakrennur 2011 - 2012.  Nýtt gler er að hluta í íbúðinni.
Sameign hefur verið endurnýjuð þ.e. stigi endurbættur og þvottahús flísalagt og málað.

Góð eign á besta stað í miðborginni.
Íbúðin er laus til afhendingar.


Ekki er starfrækt formlegt húsfélag í húsinu.
 
Allar frekari upplýsingar veitir Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. 101 Reykjavík fasteignasölu í síma 511-3101, 820-8101 eða á [email protected] og Björg K. [email protected] s.771-5501

Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..