Seljabraut seld 24, 109 Reykjavík
64.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
6 herb.
205 m2
64.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1976
Brunabótamat
62.790.000
Fasteignamat
56.800.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einstaklega skemmtilega fjölskyldueign á góðum stað í Seljahverfi. Fallegt útsýni og gott aðgengi er að húsi.

Almenn lýsing eignar:
Neðri hæð innan íbúðar samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, suðursvalir, baðherbergi og hjónaherbergi
Efri hæð íbúðar: Þrjú svefnherbergi, suðursvalir, baðherbergi, þvottahús, rúmgott miðrými.
Risloft: Óskráðir ca. 25 fermetrar liggur yfir hluta efri hæðar innan íbúðar.
Bílageymsla ásamt bílastæði. Geymsla í kjallara, sameiginleg hjólageymsla og sameiginlegur garður.


Lýsing eignar:
Neðri hæð:Komið er inn í mjög rúmgóða parketlagða forstofu með góðum forstofuskáp. Á vinstri hönd við forstofu er stórt eldhús flísalagt opið og bjart með stórum gluggum og einstöku útsýni Esju og til sjávar. Falleg hvítlökkuð ný eldhúsinnrétting ásamt eyju með skúffum eldavélahellu og háf. Eldhús var allt endurnýjað ásamt gólfi 2017. Borðstofa er nýtt sem hluti af eldhúsi en möguleiki er að vera með borstofu sem hluta af stofu. Fyrir miðju rými er flísalagt baðherbergi með sturtuklefa upphengdu salerni og handlaug. 
Stofa er björt parketlögð með útgengi út á rúmgóðar suðursvalir.
Hægra megin við forstofu er parketlagt hjónaherbergi með góðum skápum.

Efri hæð: Gengið er upp snytilegan viðarstiga upp á efri hæð, við tekur rúmgott bjart rými með svefnherbergi strax á vinstri hönd, parketlagt með þakglugga og skáp. Við hlið svefnherbergis er flísalagt þvottahús, rúmgóð innrétting með skápum og skúffum og innbyggt er fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla er undir súð í þvottahúsi. Þvottahús var endurnýjað 2018. Við hlið þvottahúss er flísalagt baðherbergi sem var endurnýjað 2019. Fallegt baðherbergi, bjart með baðkari, handklæðaofni og upphengdu salerni ásamt snyrtilegri baðinnréttingu með handlaug og skúffum. Ný klæðning er í lofti baðherbergis. 
Tvö svefnherbergi parketlögð með skápum liggja hlið við hlið á hægri hönd frá miðrými er komið er upp stiga, annað með útgengi út á suðursvalir með fallegu útsýni.
Miðrými er rúmgott þar sem hægt er að vera með vinnuaðstöðu/sjónvarpshol.
Rafmagnstafla í íbúð endurnýjuð 2017.
Hurðir innan íbúðar voru endurnýjaðar 2019.
Risloft er fyrir ofan hluta efri hæðar íbúðar. Það eru óskráðir ca. 25 fermetrar. Ný yfirfarið rakavarnarlag í lofti og nýr þakgluggi verður settur í rýmið.
Geymsla er í kjallara hússins ásamt sameiginlegri hjólageymslu þaðan sem er útgengi út í sameiginlegan garð.
Góð aðkoma er að húsinu og fylgir eitt bílastæði í bílageymslu hússins. Í bílageymslu er séraðstaða til að þvo bíla og sér skápapláss er fylgir hverri íbúð á skápagangi bílageymslu. Möguleiki er að hlaða rafbíl í bílastæði en þarf að setja upp hleðslu.Snyrtileg bílageymsla og gott aðgengi er að íbúð í gegnum sameiginlegan stigagang frá bílageymslu. Bílskýlið var allt málað að innan og utan 2019 ásamt nýjum úti og inniljósum.

Bókið einkaskoðun í síma 771-5501 Björg.
Allar nánari uppl veitir Björg Kristín Sigþórsdóttir í síma: 771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. í síma 820-8101, [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..