Hraunbær seld 83, 110 Reykjavík (Árbær)
73.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
5 herb.
164 m2
73.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1969
Brunabótamat
62.190.000
Fasteignamat
67.050.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu:  Vel staðsett raðhús á einni hæð í Árbænum með bílskúr ásamt sér bílastæði. Veglegur suðurpallur og sólstofa. Stutt er í gönguleiðir að Elliðaárdal.

Lýsing eignar: Komið er inn í flísalagða forstofu, útidyrahurð nýlega endurnýjuð, vinstra megin við forstofu er gestasnyrting flísalögð, upphengt salerni og nett innrétting með handlaug, gluggi er inni á gestasalerni,  á hægri hönd frá forstofu er svefnherbergi bjart og parketlagt.
Komið er frá forstofu inn í alrými þaðan sem innangengt er í öll rými eignar.
Eldhús er á vinstri hönd flísalagt og með innréttingu sem var endurnýjuð 2002, nýlegur ofn í vinnuhæð, helluborð og nýlegur háfur. Stór búrskápur og gott geymslupláss í eldhúsi. Ísskápur getur fylgt með. Inn af eldhúsi er þvottahús með sér útgengi út að framanverðu.
Stofa og borðstofa eru parketlagt bjart rými, samliggjandi með stórum gluggum er vísa út á sólstofu og pall. 
Miðrými eignar er með góðum fataskáp og er nýtt í dag sem setustofa, þaðan er útgengi út í sólstofu.
Á hægri hönd frá miðrými er svefnherbergisgangur, upprunalega voru tvö svefnherbergi á vinstri hönd gangs sem hefur verið breytt í eitt, en hurð er enn til staðar þannig hægt að breyta aftur. Við enda gangs er hjónaherbergi parketlagt og með góðum nýlegum skáp. Inn af hjónaherbergi er rými með sérútgangi sem getur nýst sem fataherbergi eða geymsla.
Frá sólstofu er gengið út á stóran suður viðarpall sem gefur eign aukið rými. Útigeymsla er bakatil í framhaldi af palli. Geymslurými er að hluta til yfir íbúð.
Bílskúr er með heitu og köldu vatni og upphitaður, innangengt er í bílskúr á tvo vegu inngangur um hurð sunnanmegin og bílskúrshurð norðanmegin. Geymsluloft er í bílskúr.

Fjölskylduvæn eign sem býður upp á mikla möguleika á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu og afþreyingu. Elliðaárdalurinn í göngufæri.

Pantið söluyfirlit og bókið skoðun á [email protected]

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..