Glaðheimar seld 12, 104 Reykjavík (Vogar)
78.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
5 herb.
92 m2
78.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
Brunabótamat
36.500.000
Fasteignamat
44.750.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar vel staðsetta fimm herbergja um 112 fm.  íbúð í rólegri botnlangagötu í Glaðheimum. Stór pallur í vestur, Laugardalurinn í göngufæri og öll helsta þjónusta skólar, leikskólar og verslun.

Gengið er niður steyptar tröppur að sér inngangi eignar. Rúmgott útirými er fyrir framan inngang eignar. 
Forstofa er nett og flísalögð. Frá forstofu er komið inn á flísalagt rúmgott miðrými þar sem er góður skápur. Á hægri hönd frá forstofu er parketlagt svefnherbergi með góðum skáp.
Eldhús er á vinstri hönd frá forstofu rúmgott flísalagt með neðri skápum og skúffum, spannhelluborði, háf og ofni í vinnuhæð. Gott vinnuborðpláss með viðarborðplötu og gluggi við vask er vísar út í sameiginlegan garð.
Þvottahús/Búr, Inn af eldhúsi er stórt  þvottahús/búr með góðu skápaplássi. Veggir eru flísalagðir en gólf flotað. Tenging er fyrir þvottavél og þurrkara. 
Stofa/borðstofa, samliggjandi parketlagðar rúmgóðar stofur með glugga á tvo vegu sem gefa góða birtu inn í rýmið.
Gangur parketlagður þaðan sem innangengt er inn á baðherbergi, hjónaherbergi, sólstofu sem í dag er nýtt sem stofa og gestaherbergi, og svefnherbergi í enda gangs sem í dag er nýtt sem skristofuherbergi.
Hjónaherbergi er bjart með glugga er vísar að sameiginlegum garði, parketlagt og með opnum rúmgóðum skáp.
Svefnherbergi/vinnuherbergi er parketlagt í enda gangs við hliðina á hjónaherbergi.
Baðherbergi er fyrir miðjum gangi, flísalagt í hólf og gólf, baðkar/sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, innrétting með skúffum og vask á borði, spegill með innbyggðri lýsingu.
Sólstofa er parketlögð, flotuð og með hita að hluta á gólfi við gólfsíða glugga sólstofu. Útgengi er út á rúmgóðan viðarpall sem gefur eign aukið rými og nýtingu.
Aukin lofthæð er í íbúð ásamt óskráðum ca. 20 auka fermetrum. 

Sameiginleg geymsla er undir tröppum við hlið inngangs íbúðar sem hefur verið nýtt af þessari íbúð.
Ekki er formlegt starfandi húsfélag í húseign.
Innra skipulagi og nýtingu eignar hefur verið breytt frá upphaflegum teikningum.

Einkar góð eign með mikla möguleika miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu þaðan sem stutt er í allar áttir.

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501. Hægt er að bóka einkaskoðun og skoðun fyrir opið hús.


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..