Lyngmói í fjármögnunarferli 3, 260 Njarðvík
79.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
189 m2
79.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
65.250.000
Fasteignamat
52.200.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Gott einbýli með tvöföldum bílskúr vel staðsett í Reykjanesbæ. Hús á einni hæð með stórum grónum garði og góðu aðgengi, þrjú svefnherbergi eru í húseign, hægt að bæta einu við.

Komið er að húsi þar sem eru rúmgóð bílastæði fyrir framan tvöfaldan bílskúr. Plan fyrir framan bílskúr er hellulagt og upphitað.
Forstofa
er björt flíslögð og með skáp. 
Gestasalerni er á vinstri hönd innan forstofu salerni og handlaug.
Svefnherbergi er á hægri hönd innangent frá forstofu, bjart, parketlagt og rúmgott.
Samliggjandi bjart rými stofu/borðstofu, með gluggum á tvo vegu er vísa að garði. Útgengi er frá borðstofu að palli og garði. Á palli er heitur pottur.
Eldhús
er fyrir miðju húsi parketlagt og með innréttingu með efri og neðri skápum að hluta, búr með hilluplássi er inn af eldhúsi.

Svefnherbergisgangur samanstendur upphaflega af þremur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi.
Tvö svefnherbergi
hafa verið sameinuð í eitt í dag og eru parketlögð. Hurð er enn til staðar þannig auðvelt er að breyta í tvö aftur.
Svefnherbergi gegn baðherbergi parketlagt og með skáp.
Baðherbergi flísalagt, hiti í gólfi, innrétting, handlaug á borði, salerni, flísalagður sturtuklefi og baðkar.
Þvottahús er á gangi, rúmgott, gólf málað og með útgengi. Vaskur er í þvottahúsi ásamt hillum og vaskaborði. Aðgengi er að geymslulofti í þvottahúsi sem er að hluta til yfir íbúð.

Bílskúr er tvöfaldur, bílskúrshurðaopnari á annarri hurðinni, niðurföll í gólfum og gryfja, upphitaður heitt og kalt vatn, vaskur er innaf bílskúr. Hurð er í bílskúr á hægri hönd frá gryfju með útgengi út í garð. Bak við vegg í bílskúr eru efri gluggar og vinnuborð þar fyrir neðan.
Aðgengi er að köldu rými með moldargólfi úr gryfju og undir endageymslu að sögn seljanda.
Skipt hefur verið um glugga að hluta í húsi. 

Einbýli á besta stað í Reykjanesbæ þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttir og alla helstu þjónustu og afþreyingu.

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 


 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..