Barónsstígur í fjármögnunarferli 5, 101 Reykjavík (Miðbær)
89.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
0 herb.
198 m2
89.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1979
Brunabótamat
77.800.000
Fasteignamat
76.650.000

101 Reykjavík fasteignasala kynnir: Barónsstígur 5, 101 Reykjavík , vel staðsett atvinnuhúsnæði, alls 198,9 ferm. Tvö einkabílastæði fylgja með.  Eignin stendur á áberandi stað á horni Hverfisgötu og Barónsstígs á móti Extra verslun og með Laugaveg og Hlemm í göngufæri. Húsnæðið er á 1. og 2. hæð (samtengt). Eigninni hefur verið vel við haldið að utan og mikil endunýjun hefur átt sér stað. Býður upp á mikla möguleika.

Nánari lýsing:
Önnur hæð:
Er um 75 fm sem hefur (þrjú opin björt rými). 
Fyrsta hæð: Er um 125 fm Farið er niður stiga í gott rými ca. 73,6 fm með aðgengi að þremur herbergjum.
Annað rýmið er um 51,9 fm er með tveimur inngöngum annar innan frá sameign og stórar lagerdyr út á bílaplan. Tvö einkabílastæði eru þar fyrir utan.
Einkar gott aðgengi er að heildareign: Ofan frá að sameiginlegum inngangi (Barónsstígsmegin) að verslunar- og skrifstofurýminu og beint frá bílastæðum að lagerrými neðri hæðar.
Góð tenging og aðgengi er á milli hæða og rýma eignar.

Viðhald: Eigninni hefur verið vel við haldið og mikið tekið í gegn á síðustu árum.
- Nýtt járn á þaki og undirlag yfirfarið (sperrur og pappi).
- Húsið var steypuviðgert og málað 2018.
- Nýir gluggar voru settir í sumar 2019.
- Vatnslagnir voru endurnýjaðar fyrir um það bil 5-6 árum.

Eignin er á frábærum stað með mikla möguleika m.a.:
Fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi, verslun eða þjónustu
Hugsanlegur möguleiki gæti verið á að skipta húsnæðinu í 3 íbúðir með mismunandi innganga. Staðsetning er mjög góð í göngufæri við Hlemm. 

Einkar gott atvinnuhúsnæði með gott aðgengi, auglýsingagildi og mikla möguleika á besta stað í miðbæ Reykjavíkur þar sem öll helsta þjónusta og aðgengi að samgöngum er í göngufæri. 

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
3. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.500,- með vsk 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..