Hraunberg í fjármögnunarferli 15, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
120.000.000 Kr.
Einbýli
7 herb.
279 m2
120.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
124.950.000
Fasteignamat
119.750.000

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir: Hraunberg 15, einbýlishús ásamt aukhúsi á lóð á besta stað í Breiðholti með mikla möguleika. Frábær staðsetning göngufæri er í skóla, leikskóla, íþróttir og sund ásamt annarri almennri þjónustu.

Lýsing eignar: Aðalhús samanstendur af tveimur hæðum og er aðkoma að inngangi eignar sunnanmegin við hús.
Neðri hæð: 

Forstofa er flísalögð og með rúmgóðum skáp.
Stofa er á vinstri hönd frá forstofu og rúmgott herbergi teppalagt þar inn af, þaðan er útgengi um svalahurð út í garð.
Eldhús er á hægri hönd á gangi frá forstofu, korkflísar á gólfi, rúmgott rými með góðum borðkrók, eldavél, vifta, uppþvottavél, innrétting með rúmgóðum efri og neðri skápum. Búr dúklagt er inn af eldhúsi.
Baðherbergi, flísalagt, rúmgóð innrétting neðri skápar og handlaug á borði, hillur og spegill þar fyrir ofan, baðkar/sturta, salerni.
Svefnherbergi er í enda gangs við hlið baðherbergis, korkflísar á gólfi. Gluggar vísa í norður að garði og nærumhverfi.

Efri hæð lýsing: 
Gengið er upp teppalagaðan veglegan stiga upp á aðra hæð. 
Miðrými stórt og rúmgott. Korkflísar á gólfi. Þaðan er útgengi út á rúmgóðar suðursvalir með útsýni að garði og nærumhverfi.
Baðherbergi, flísalagt, sturtuklefi, salerni, innrétting með skápum og vaskur á borði, spegill þar fyrir ofan og nettur skápur.
Fjögur svefnherbergi þrjú með góðum skápum og korkflísar á gólfum.

Lýsing aukahús: Samanstendur af forstofuherbergi, tveimur salernum, herbergi, stórri stofu ásamt innréttingu með vask og geymslu.
Aðkoma/inngangar að aukahúsi er norðanmegin, þar eru tveir inngangar að eign.
Forstofa er stór og dúklögð.
Gestasalerni er innan forstofu, dúklagt ásamt salerni og handlaug.
Gegn forstofu er geymslurými fyrir miðjum gangi.
Salerni á gangi, korklagt ásamt handlaug og salerni.
Herbergi vestan megin í enda gangs, dúklagt, mjög rúmgott og með útgengi að garði.
Stofa dúklögð, austan megin í hinum enda gangs, innrétting í rými með vask. Gluggar vísa í norður að garði og til suðurs að bílastæðum við hús.
Geymsluskúr er í garði.
Bílastæði eru að framanverðu við aukahús.

Allar upplýsingar veita: Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]. Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] 
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.500,- með vsk.

Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni og veitir fasteignasala allan nauðsynlegan aðgang til þess. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér ítarlega skýrslur sem gerðar hafa verið um eignina og selst eignin í því ástandi sem hún er við skoðun. 

Skv. reglum Reykjavíkurborgar um lágmarks kynningu fasteigna verður eignin auglýst í að lágmarki 10 daga eftir að auglýsing er birt. Verða tilboð sem berast í eignina tekin til skoðunar eftir kl.12:00 mánudaginn 13.mars 2023.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..