101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einstaka bjarta útsýnishæð vel staðsett á eftirsóttum stað á Grandanum. Faxaflói, Snæfellsjökull, Keilir. Stutt í miðbæ og út á Granda þar sem er öll helsta þjónusta, höfnin, veitingastaðir, kaffihús og afþreying. Sérmerkt bílsatæði er í bílakjallara, búið er að setja upp tengingar fyrir rafhleðslubox.
Lýsing eignar:
Komið er inn í sameiginlegan stigagang, mynddyrasímar í forstofu. Lyfta tekin upp á fimmtu hæð.
Forstofa nett, flísalögð, inn af forstofu er gott parketlagt rými þar sem er forstofuskápur.
Eldhús, innrétting hvítlökkuð með rúmu skápa og skúffuplássi, flísalagt er á milli skápa. Búrskápur, innbyggður ísskápur og frystir, ofn í vinnuhæð, örbylgjuofn þar fyrir ofan. Helluborð og vifta. Viðarborðplötur gefa hlýja tóna í rýmið.
Fallegt útsýni er til vesturs frá eldhúsi og borðkrók yfir sundin blá og að Snæfellsjökli, Akranesi og nærumhverfi.
Stofa er parketlögð björt og með útgengi út á rúmgóðar suðvestursvalir.
Svefnherbergi 1 parketlagt, bjart og með skáp. Útsýni til suðurs og að nærumhverfi.
Hjónaherbergi, bjart parketlagt og með rúmgóðum skápum. Útsýni að Keili og nærumhverfi.
Svefnherbergi í enda hols, parkelagt og bjart.
Hol er á gangi við bað og svefnherbergisgang sem í dag er nýtt sem setustofa.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir að hluta, baðkar/sturta, salerni, nett innrétting með skúffum og handlaug, spegill fyrir ofan með lýsingu og efri skápur. Tenging er fyrir þvottavél á Baðherbergi.
Sér geymsla í kjallara.
Sérmerkt bílastæði er í bílakjallara, búið er að setja upp tengingu fyrir rafhleðslubox. Bíla þvottaaðstaða er í bílakjallara.
Hjóla og vagnageymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og þurrkherbergi í kjallara hússins.
Sameiginleg bílastæði á lóð við hús.
Húsvörður fer með yfirumsjón daglegs reksturs húseignar, þrif og fl.
Gjöld vegna bílskýlis eru ekki inni í heildartölu húsgjalda á söluyfirliti.
Góð eign á eftisóttum stað þar sem skólar, leikskólar, íþróttafélagið KR, göngu og hjólaleiðir við ströndina ásamt allri almennri þjónustu og verslun í næsta nágrenni. Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 [email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 [email protected]
Bókið skoðun á [email protected] eða í síma 771-5501. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.500,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.