101 Reykjavík fasteignasala kynnir í einkasölu Bakkastaði 141, 112 Grafarvogi: Fallegt og vel skipulagt parhús á einni hæð. Bílskúr, stór garður og með veglegum palli norðan megin við hús. Heitur pottur er á palli að framan verðu, sunnan megin við hús. Nánari lýsing: Gengið er inn í rúmgóða forstofu sem er flísalögð með góðum forstofuskáp og úr forstofu er innangengt í bílskúr.
Komið er úr forstofu inn í aðalrými sem saman stendur af stofu, eldhúsi og aðgegni í herbergjum. Stórir og fallegir gluggar til norðurs og aðgengi út á pall sem er baka til. Eldhúsinnrétting er vegleg, viðarinnrétting með dökkri borðplötu, bakaraofni í vinnsluhæð, eyju og gaseldavél. Aðalrými er bjart með nýlegu parketi og mikilli lofthæð.
Hjónaherbergi er rúmgótt, parketlagt, með stórum fataskáp og glugga til norðurs.
Barnaherbergin eru tvö bæði parketlög, rúmgóð og með skápum.
Baðherbergi er flísalagt og bjart, á baðherbergi er salerni, góð innrétting með vask, sturta og baðkar.
Þvottahús er við hliðina á baðherbergi með pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Gengið er inn í bílskúr frá forstofu niður eitt þrep, rúmgóður bílskúr með millilofti og sjálvirkum hurðaopnara.
Veglegur pallur bæði norðan og sunnan við húsið, með heitum potti sunnan megin og tveimur geymsluskúrum norðan megin.
Bílaplan og stétt fyrir faman hús er að hluta til upphitað.
Góður garður er við eignina.
Stutt í skóla, leikskóla, fallegar gönguleiðir allt í kring, stutt í golfvöll og aðrar frístundir.
Ekki er starfandi húsfélag.Nánari upplýsingar veitir Sigþór Reynir Björgvinsson löggiltur fasteignasali, í síma 841 9992, tölvupóstur [email protected].Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501
[email protected] og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101
[email protected]Bókið skoðun í síma 841-9992 eða á netfangið [email protected] Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.700,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 77.900,- með vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv.