Fyrirtækjasvið

Fyrirtækjasvið- fyrirtækjasala og ráðgjöf

 

101 Reykjavík fasteignasala býður uppá fyrirtækjaþjónustu þar sem viðskiptavinir geta fengið ýmiskonar ráðgjöf s.s. verðmöt á fyrirtækjum og atvinnu fasteignum, ráðgjafar félagsins sjá auk þess um kaup og sölur á fasteignum og fyrirtækjum.

Vegna góðra tengsla við atvinnulífið getur félagið komið á ýmiskonar samstarfi og eða sameiningum félaga.

Ráðgjöf félagsins getur komið sér vel fyrir stofnanir ýmiskonar þar sem reynsla starfsmanna getur leit til hagræðingar og eða aukinar gæða þjónustu allt eftir þörfum viðskiptavina.

Snorri Marteinson er sölustjóri atvinnueigna og fyrirtækjasölu félagsins, Snorri hefur víðtæka reynslu á sviði ráðgjafar og reynslu á sviði rekstrar hann hefur glögga sýn á hvað er hægt að gera hverju sinni.

Snorri hefur fjárfest og komið að fjármögnun og stjórn ýmissa spennandi fyrirtækja til skemmri eða lengri tíma.

Meðal verkefna má nefna: Even Labs – Wellness Studio, Breather Ventilation, TreememberMe, Narc – Game Studio, Tower Suites Reykjavik, Shake & Pizza, Keiluhöllin Egilshöll, Hamborgarafabrikkan, Skemmtigarðurinn í Smáralind, Thor Data Center, Grófin Viðskiptaþróun o.fl.

Snorri Marteinsson hefur starfað við rekstrarráðgjöf og viðskiptaþróun um árabil ásamt fyrrum félögum sínum í Grófinni Viðskiptaþróun og þar áður hjá Fjárhúsum. Snorri hefur setið í stjórnum ólíkra fyrirtækja ásamt því að stýra vexti og viðgangi Hamborgarafabrikkunnar árin 2011 – 2018, sem framkvæmdastjóri samstæðunnar.

101 Reykjavík fasteignasala hefur áhuga á samstarfi við frumkvöðla, eigendur eða stjórnendur fyrirtækja við eftirfarandi verkefni:

● Endurskipulagning fyrirtækja

● Tækifæri á sameiningum fyrirtækja og endurskipulagningu

● Aðstoða stjórnendur við kaup eða sölu á fyrirtækjum

● Sölu og eða leigu á atvinnufasteignum sem getur verið byggð á vel útfærðri viðskiptaáætlun

● Verðmöt og sölu fyrirtækja með eða án fasteigna

● Hlutafjáraukning og eða útgáfa á skuldabréfum sem eru tryggð með góðum veðum

● Áhættustýring og áætlanir fyrir fyrirtæki og eða stofnanir

 

Erum með ákveðna kaupendur að eftirfarandi eignum og fyrirtækjum:

 

● Húsgagnaverslun með 50+ m.kr. ársveltu

● Matvælafyrirtæki með 100+ m.kr. ársveltu

● Innflutningsfyrirtæki á sviði eininga húsa

● 200-300 fm. skrifstofuhúsnæði í póstnúmeri 101 Reykjavík

● Ferðaþjónustufyrirtæki, auk þess hefur sami aðili áhuga á að kaupa hótel

● Fasteignasölu

 

Höfum eftirfarandi eignir og fyrirtæki til sölu:

 

● Ferðaþjónustu fyrirtæki með jeppa í rekstri, góð velta og afkoma í eðlilegu árferði.

● Fyrirtæki sem framleiðir og selur málningu og málningavörur

● Spennandi lítið matvælafyrirtæki í Danmörku í eigin húsnæði, velta 100 millj. kr., góð afkoma


Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu 101 Reykjavík fasteignasala, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á [email protected]